Stjórn Samfylkingarinnar auglýsir félagsfund í Lárusarhúsi miðvikudaginn 3. febrúar kl. 20. Umræðuefni fundarins er staða Samfylkingarinnar á landsvísu. Eftir þessum fundi var óskað af félagsmönnum Samfylkingarinnar á Akureyri. Ef félagsmenn hafa áhuga á því að leggja fram ályktanir fyrir fundinn þá þurfa þær að hafa borist stjórn í það minnsta sólarhring fyrir fund.
Stjórnin