Val á framboðslista og landsfundur

Mánudaginn 29. janúar n.k. er félagsfundur Samfylkingarinnar á Akureyri. Hann verður haldinn á 2. hæð Greifans og hefst kl. 20.

Þar verður lögð fram tillaga stjórnar um val á framboðslista fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 26. maí n.k.:


Stjórn Samfylkingarinnar á Akureyri leggur til að stillt verði upp á lista framboðsins fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 26. maí n.k.
Það skal upplýsast að formaður félagsins lýsti yfir vanhæfi sínum í umræðum á stjórnarfundum um þessi mál og vék hann af fundi þegar málefni sveitarstjórnarkosninga voru til umræðu.

Að loknum umræðum um sveitarstjórnarkosningar verður farið yfir tillögu að stefnu Samfylkingarinnar sem lögð verður fram á landsfundi flokksins þann 2.-3. mars n.k. Stefnan er í viðhengi og verður umræðunni skipt eftir köflum. Hafir þú áhuga á að vera kaflastjóri yfir ákveðnum kafla þá endilega hafðu samband ástjornin@xsakureyri.is. Kaflastjóri stýrir umræðu á félagsfundinum um viðkomandi kafla, tekur niður punkta og kemur tillögum að breytingum til stjórnar sem sendir til ritstjórnar landsfundar.

Hafir þú áhuga á að vera fulltrúi Samfylkingarinnar á Akureyri á landsfundi þá endilega skráðu þig á stjornin@xsakureyri.is en listum fulltrúa þarf að skila eigi síðar en 9. febrúar n.k.

Eitt samfélag fyrir alla_Tillaga að stefnu Samfylkingarinnar fyrir landsfund 2018

Be the first to comment on "Val á framboðslista og landsfundur"

Leave a comment

Your email address will not be published.


*