Barnafjölskyldur í fyrirrúmi í fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar


Fyrsta fjárhagsáætlun Akureyrarkaupstaðar á þessu kjörtímabili hefur nú verið samþykkt í bæjarstjórn. Forgangsverkefni á árinu 2019 og á kjörtímabilinu verður að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla með fjölbreyttum leiðum. Undirbúningur er þegar hafin að byggingu nýs leikskóla við Glerárskóla sem taka á í notkun árið 2021 og þar að auki á að hefja undirbúning á frekari fjölgun leikskólarýma í upphafi næst árs. Næsta haust verður börnum mánuði yngri en áður boðið rými á leikskóla samhliða því sem að á árinu 2019 verða hafnar jöfnunargreiðslur til foreldra barna 17 mánaða og eldri hjá dagforeldrum til jafns við kostnað á leikskólum. Veittir verða stofnstyrkir til dagforeldra, þeir studdir til endur- og símenntunar og dagforeldrum gefinn kostur á að nýta önnur rými en eigin heimahús til starfseminnar. Með þessum vonumst við til að fjölga dagforeldrum hratt og örugglega á meðan unnið er að fjölgun leikskólarýma. (meira…)

Áfram Akureyri – áfram lýðræðið


Í síðustu kosningum til sveitarstjórnar hér á Akureyri árið 2014 nýttu aðeins 67,1% kosningarétt sinn en árið 2002 var kjörsóknin 80,6%. Kosningaþátttaka hefur dalað um allt land með sambærilegum hætti. Eftir hrun var mikið rætt um að styrkja lýðræðið, auka íbúasamráð og stjórnmálamenn voru hvattir til aukinna samræðustjórnmála og samvinnu. Á liðnu kjörtímabili var gott samstarf milli meiri- og minnihluta og lögð var mikil áhersla á að ná sameiginlegri niðurstöðu… Lesa meira...

Látum hjartað ráða för


Þann 26. maí n.k. verður kosið til bæjarstjórnar á Akureyri til næstu fjögurra ára. Samfylkingin á Akureyri er stolt af þátttöku sinni í bæjarstjórn síðustu fjögur árin og sannarlega er hægt að sjá að við höfum haft mikil áhrif á stjórn og stefnumörkun bæjarins. Við viljum halda því áfram.
Ég var afar þakklát kjósendum þegar ég fékk kjörgengi í bæjarstjórn Akureyrar fyrir fjórum árum, algjör nýliði en tilbúin að vinna… Lesa meira...

Að leysa úr læðingi


Eitt mikilvægasta verkefni næsta kjörtímabils er uppbygging vistvæns miðbæjar sem samþykkt var samhljóða í bæjarstjórn árið 2014. Sú samþykkt var í samræmi við vilja fjölmenns íbúaþings sem lagði áherslu á: a) að byggja hús fyrir neðan Skipagötu austur-vestur til að mynda skjól fyrir ríkjandi vindáttum, b) að tengja miðbæinn við Pollinn og lífið þar, c) að nýbyggingar yrðu lágreist hús og í samræmi við eldri byggð í miðbænum. Um þessar

Jafnrétti = mannréttindi


Allar manneskjur eiga að búa við jafnrétti og frelsi og jöfn tækifæri til að taka þátt í lýðræðislegu samfélagi. Ólíkur bakgrunnur fólks og fjölbreytni í mannlífinu gerir samfélagið auðugra og skemmtilegra. Jafnréttismál eru mannréttindamál sem snerta okkur öll og nauðsynlegt er að sofna aldrei á verðinum.

Bregðumst við #MeToo

Hin öfluga #MeToo alheimsbylting sýndi okkur fram á nauðsyn þess að vinna ötullega áfram að jafnrétti kynjanna. Margir sigrar… Lesa meira...