Stefnuskrá 2018

Stefnuskrá Samfylkingarinnar var kynnt á opnun kosningaskrifstofu Samfylkingarinnar í Sunnuhlíð laugardaginn 5. maí.

PROGRAM KOALICJI SAMFYLKING W AKUREYRI 2018

THE POLICIES OF SAMFYLKINGIN/THE SOCIAL DEMOCRATIC ALLIANCE AKUREYRI 2018

Smellið á mynd til að fá upplýsingar um stefnu þess málaflokks

Stefnan í heild sinni (pdf skjal)

 

Setjum börnin okkar í fyrsta sæti

Við viljum gera betur við börn og barnafjölskyldur. Mikilvægt er að brúa bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla og bæta starfsumhverfi nemenda og kennara í leik- og grunnskólum.

   • Við viljum bjóða öllum börnum leikskólapláss frá 12 mánaða aldri.
   • Greiðum niður mismuninn á leikskólagjaldi og gjaldi dagforeldra á meðan unnið er að uppbyggingu þjónustu fyrir 12-18 mánaða börn.
   • Stofnum fleiri fimm ára leikskóladeildir í grunnskólum.
   • Fjölgum ungbarnadeildum við leikskóla bæjarins þar sem möguleiki er á. Gerum ráð fyrir ungbarnadeildum í nýjum leikskólabyggingum.
   • Nýr leikskóli við Glerárskóla árið 2020.
   • Hefjum strax vinnu við að undirbúa byggingu á nýjum leikskóla við Naustatjörn eða í Hagahverfi.
   • Skoða þarf framtíðarsýn á skólabyggingum við Lundarskóla með það fyrir hendi að byggja nýjan leikskóla sem tengdur yrði við skólann.
   • Beitum sérstökum hvötum, svo sem húsnæðisstuðningi til að fleiri dagforeldrar starfi saman í pörum til að auka öryggi barna, stöðugleika og fjölbreytni í starfinu.
   • Kappkostum að leik- og grunnskólarnir okkar séu meðal þeirra bestu á landinu, bæði fyrir nemendur og starfsfólk.
   • Vinnum áfram markvisst að bættri hljóðvist í grunn- og leikskólum bæjarins.
   • Stefnum á 100% stöðu náms- og starfsráðgjafa á hverja 300 grunnskólanemendur.
   • Leggjum áherslu á að fjölbreytt stoðþjónusta fari fyrst og fremst fram innan skólanna.
   • Höfum námsgögn áfram gjaldfrjáls fyrir nemendur grunnskóla Akureyrarbæjar.
   • Eflum upplýsingagjöf og samstarf við foreldra barna með annað móðurmál en íslensku.
   • Styðjum við starfsþróun starfsfólks í leik- og grunnskólum.
   • Styðjum áfram við uppbyggingu tæknibúnaðar og starfsþróunar á sviði upplýsingatækni, til að styðja börn, foreldra og skóla til að takast á við starfrænan veruleika
   • Leggjum áherslu á jafnt aðgengi nemenda að góðri aðstöðu til náms í verk, tækni- og listgreinum. Þroskum umhverfisvitund barna og samþættum skapandi greinar við almennt nám.
   • Eflum starfsemi frístundar og bætum aðstöðuna.
   • Ljúkum við innleiðingu barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.

Hlúum að öldruðum

Við viljum leggja áherslu á einstaklingsmiðaða, lausnamiðaða og sveigjanlega þjónustu við fólk. Tryggjum eldri borgurum öryggi og vinnum gegn einangrun.

   • Nauðsynlegt er að gera alla þjónustu fyrir aldraða sveigjanlegri og fjölbreyttari.
   • Ráðast þarf sem fyrst í endurbætur á húsnæði Öldrunarheimila Akureyrar.
   • Bjóða þarf upp á sérhæfða ráðgjöf fyrir aðstandendur þeirra sem glíma við heilabilun.
   • Gerum heimaþjónustuna sveigjanlegri og fjölbreyttari með það að markmiði að fólk geti búið lengur heima.
   • Tryggjum starfsþróun og endurmenntun starfsfólks í öldrunarþjónstu.
   • Vinnum áfram með Eden hugmyndafræðina sem byggir á umhyggju, virðingu, samvinnu og gleði.
   • Hlúum að félagsstarfi aldraðra.
   • Stuðlum að því að öldruðum verði veittar upplýsingar og fræðsla um heilsufar, lífshætti og þjónustu sem þeim stendur til boða.
   • Styðjum áfram við þróun á velferðartækni og innleiðum nýjungar sem bæta þjónustu við aldraða ásamt því að bæta starfsaðstæður starfsfólks.
   • Bætum næringarráðgjöf inn í heimaþjónustu og tökum upp skimun á vannæringu.

Látum okkur líða vel

Velferð og vellíðan allra skiptir máli og tryggja þarf að enginn sé skilinn eftir. Nauðsynlegt er að efla forvarnir og stuðning við fjölskyldur sem eiga í margvíslegum vanda. Við teljum að aukinn tími til samveru fjölskyldna sé lykilatriði í því að bæta lífsgæði í okkar samfélagi.

   • Förum í tilraunaverkefni um styttingu vinnuvikunnar.
   • Akureyri verði áfram heilsueflandi samfélag.
   • Leggjum enn meiri áherslu á snemmtæka íhlutun.
   • Nauðsynlegt er að stytta biðtíma barna og ungmenna eftir sérfræðiþjónustu.
   • Tryggjum að starfsemi SÁÁ á Norðurlandi verði áfram í boði.
   • Nýtum fjölbreyttar leiðir til þess að allir eigi kost á tryggu húsnæði.
   • Eflum forvarnir og fræðslu um kynferðislega áreitni og kynbundið ofbeldi.
   • Áfram verður stutt við starfsemi Aflsins á Akureyri.
   • Mikilvægt er að standa vörð um framúrskarandi starf félagsmiðstöðva bæjarfélagsins.
   • Eflum starf Virkisins fyrir ungt fólk á aldrinum 16–29 ára.
   • Aukum áherslu á forvarnir og úrræði vegna kvíða barna og ungmenna.
   • Bjóðum upp á sérhæfða ráðgjöf vegna geðræns vanda innan fjölskyldna.
   • Aukum áherslu á forvarnir og úrræði í geðheilbrigðismálum og vímuefnaneyslu barna og ungmenna
   • Leysum úr málum þeirra sem glíma við fjölþættann vanda og eiga ekki í nein hús að venda.
   • Stuðlum að uppbyggingu íbúða í samvinnu við húsnæðisfélög án hagnaðarsjónarmiða.
   • Sættum okkur aldrei við fátækt.

Frístundabær í fremstu röð

Aðstaða til íþróttaiðkunar á Akureyri er ein sú besta á landinu og mikilvægt er styðja áfram vel við íþrótta- og tómstundastarf í bænum. Bæjarbúar eiga allir að geta fundið sér hreyfingu sem hentar hverjum og einum og áframhaldandi uppbygging útivistarsvæða og göngu- og hjólastíga eru mikilvæg fyrir bætta lýðheilsu bæjarbúa.

   • Hækkum frístundastyrkinn í 50.000 krónur. Ónýttir frístundastyrkir renni í sjóð sem nýttur verður til að styrkja börn og ungmenni sem ekki njóta skipulegs frístundastarfs.
   • Næstu forgangsverkefni í framtíðaruppbyggingu íþróttamannvirkja verði á íþróttasvæðum KA og Þórs, bygging keppnissundlaugar og gerð göngu-, hjóla- og reiðstíga.
   • Stóreflum samstarf skóla, tómstunda- og íþróttafélaga til að stytta starfsdag barna.
   • Hvetjum íþróttafélög til að bjóða upp á fleiri valkosti til þess að börn og ungmenni geti stundað íþróttir án þess að tilgangurinn sé keppnismiðaður.  
   • Fylgjum eftir stefnumörkun Akureyrarbæjar og ÍBA í íþróttamálum.
   • Bætum útivistarsvæði og leikaðstöðu fyrir börn í Hrísey og Grímsey.
   • Gerum úttekt á umfangi og ástæðum brotthvarfs barna og unglinga úr íþróttum og bregðumst við niðurstöðum, sé ástæða til þess.
   • Styrkir til íþróttafélaga byggi á þeim forsendum að skýrri jafnréttisáætlun og áætlun um ofbeldisvarnir sé fylgt.

Mannréttindi fyrir alla

Nauðsynlegt er að jafnrétti kynjanna sé áfram haft að leiðarljósi í íslensku samfélagi enda ljóst að við eigum enn langt í land. Jafnréttissjónarmið þurfa þó að ná lengra en til kynjajafnréttis  og mikilvægt er að vera ávallt á verði gagnvart margþættri mismunun. Akureyrarbær á einfaldlega að vera í fararbroddi í jafnréttismálum.

   • Stöndum vörð um og eflum jafnrétti kynjanna.
   • Tryggjum að hinsegin fólk fái að blómstra á Akureyri.
   • Efla þarf upplýsingagjöf og samstarf við íbúa með annað móðurmál en íslensku.
   • Ljúkum ferli til jafnlaunavottunar.
   • Mikilvægt er að tryggja starf jafnréttisfulltrúa Akureyrarbæjar.
   • Vinnum markvisst að því að störf hjá Akureyrarbæ skiptist ekki í karla- og kvennastörf.
   • Eigum í virku samstarfi við samtökin ´78 um málefni hinsegin fólks, meðal annars um hinsegin fræðslu.
   • Tryggjum húsnæði og móttöku fyrir þolendur ofbeldis.

Fjölbreytt ferðaþjónusta

Ferðaþjónustan er ein mikilvægasta atvinnugreinin á Akureyri og vegna hennar búa íbúar við betri þjónustu allt árið. Samfylkingin vill starfa með ferðaþjónustufyrirtækjum að markaðssetningu bæjarins.

   • Höldum áfram vinnu við uppbyggingu Akureyrarflugvallar. Þrýstum á að flughlaði verði lokið og að eldsneytisverð verði jafnað.
   • Markaðssetjum Akureyri sem miðstöð útivistar- og ævintýraferðamennsku, með sérstaka áherslu á Hrísey og Grímsey.
   • Gerum Akureyrarmaraþon að árlegum viðburði. Allar helstu borgir heims laða til sín ferðamenn með maraþoni. Akureyri á heima í þeim hópi.
   • Eflum Akureyrarstofu til frekari markaðssóknar á íbúa- og fyrirtækjamarkaði.
   • Þróum og höldum hátíðir, ýmsa viðburði og íþróttamót utan háannar. 
   • Merkjum fleiri gönguleiðir í nágrenni Akureyrar og kynnum þær betur til að laða göngufólk til bæjarins.
   • Eflum ráðstefnuhald í Hofi.
   • Höldum áfram uppbyggingu útivistarsvæðis í Glerárdal og Kjarnaskógi

Blómlegt menningarlífið fyrir

Öflug starfsemi á öllum sviðum lista er nauðsynleg til að gott mannlíf á öðrum sviðum geti þrifist. Aðeins með enn frekari eflingu menningarlífs getur Akureyri haldið stöðu sinni og staðist samkeppni um fólk og fyrirtæki gagnvart öðrum stöðum á landinu.

   • Hlúum að og eflum barnamenningu á Akureyri.
   • Styðjum áfram vel við starf Hofs, Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands og Leikfélags Akureyrar undir merkjum MAk.
   • Tryggjum kraftmikið starf í nýju Listasafni Akureyrar.
   • Gerð verði safnastefna fyrir Safnabæinn Akureyri.
   • Hækkum framlag Akureyrarbæjar í menningarsjóð til úthlutunar til listamanna.
   • Eflum samstarf listafólks, skóla og félagsmiðstöðva.
   • Stöndum vörð um dýrmætt frumkvöðlastarf, t.d. Söngvaflóð, samvinnuverkefni TónAk og grunnskólanna.
   • Styðjum áfram við verkefnið „greiðum listamönnum“.
   • Nauðsynlegt er að tryggja áframhaldandi starfsemi FabLab smiðju og Verksmiðjunnar.
   • Sinnum viðhaldi útilistaverka í bænum og endurskoðum staðsetningu þeirra.
   • Tryggjum góða nýtingu á húsnæði og opnum rýmum í eigu bæjarins til fjölbreyttrar listastarfsemi.
   • Gerum úttekt á mikilvægi lista og skapandi greina fyrir bæjarfélagið.

 

Áfram

Akureyringar hafa staðið sig vel í umhverfismálum og hafa mikilvæg skref verið stigin að undanförnu. Það þarf að halda áfram að efla umhverfisvitund bæjarbúa, stofnana og fyrirtækja og gera umhverfismálum enn hærra undir höfði.

   • Verðum plastpokalaust samfélag með aðstoð fyrirtækja og bæjarbúa.
   • Fjölgum bílastæðum með hleðslu fyrir rafmagnsbíla í miðbænum.
   • Vinnum gegn svifryksmengun.
   • Höfum áfram frítt í strætó og þróum og bætum leiðarkerfið.
   • Eflum samfélagslega ábyrgð íbúa með sérstökum tiltektardögum.
   • Berjumst gegn óæskilegum gróðri í Hrísey.
   • Höfum mælanleg markmið í umhverfismálum og höfum þau aðgengileg öllum á heimasíðu Akureyrar ásamt reglulegum árangurstölum.
   • Hvetjum fyrirtæki til að marka sér skýra umhverfisstefnu.
   • Höldum áfram að byggja upp betra hjóla- og göngustígakerfi til þess að styðja við vistvænni ferðamáta.

 

 

Skapandi

Mikilvægt er að útfæra leiðir til að gera Akureyri að ákjósanlegum stað fyrir nýsköpunarfyrirtæki, þekkingariðnað og frumkvöðlastarf af ýmsum toga. Jafnframt þarf áfram að hlúa að fjölmennum og rótgrónum fyrirtækjum og vinnustöðum.

   • Leggjum áherslu á tengsl menntunar, nýsköpunar og atvinnulífs.
   • Beitum okkur fyrir stofnun félags í samvinnu við hagsmunaaðila og almenning um að koma á beinu flugi til útlanda frá Akureyri.  
   • Beitum okkur fyrir áframhaldandi uppbyggingu Háskólans á Akureyri og tengslum hans við atvinnulífið á svæðinu
   • Stöndum vörð um Akureyri sem miðstöð í rannsóknum á málefnum norðurslóða, loftslagsbreytinga, jarðhita og endurnýtanlegra orkugjafa.
   • Höldum áfram með útvistun á rekstri og uppbyggingu í Hlíðarfjalli sem heilsárs útivistarparadísar.
   • Beitum okkur af alefli fyrir nægum og öruggum raforkuflutningum.
   • Viðhöldum miðbænum sem þjónustusvæði fyrir íbúa ekki síður en ferðamenn og stuðlum þar að  fjölbreyttri flóru fyrirtækja. Það er mjög mikilvægt að miðbærinn höfði áfram til bæði íbúa og ferðamanna.
   • Verksmiðjan, sem er samvinnuverkefni Nýsköpunarmiðstöðvar og Akureyrarbæjar, þarf að fá tíma til að sanna sig. Setjum aukinn kraft í kynningu á þeim möguleikum sem felast í henni fyrir frumkvöðla, þar með talið frumkvöðla í listum.

Íbúðalýðræði"

Þegar unnið er að sérhæfðum þjónustuúrræðum fyrir hópa á Akureyri viljum við að leiðarljósið verði „ekkert um okkur án okkar“.

   • Stóreflum faglegt íbúalýðræði.
   • Akureyrarbær á að vera í forystu í upplýsingagjöf til íbúa. Beita þarf lýðræðislegum vinnubrögðum og leggja áherslu á gagnsæi í stjórnsýslu.
   • Leggjum áherslu á víðtækt samráð við íbúa, sérstaklega í stefnumótun um málefni sem eru hluti af daglegu lífi okkar allra, til dæmis í umhverfismálum, menningarmálum, lýðheilsu, íþrótta- og tómstundamálum.
   • Skerpum á hlutverki og ábyrgð hverfisnefnda og -ráða. Hverfin fái fjármuni til framkvæmda og fegrunar eftir íbúakosningu um ákveðin verkefni sem nefndirnar setja fram.
   • Leggjum áherslu á aukið samstarf við ungmennaráð, öldungaráð og notendaráð fólks með fatlanir þegar kemur að ákvörðunum sem varða þau.

Miðbærinn

Við leggjum áherslu á uppbyggingu vistvæns miðbæjar þar sem skemmtilegt og blómlegt mannlíf er í fyrirrúmi.

   • Gerum miðbæinn okkar vistvænan og skemmtilegan.
   • Byggjum samgöngumiðstöð.
   • Nýtum svæði Akureyrarvallar til fjölbreyttrar uppbyggingar verslunar, þjónustu og íbúða í bland við græn svæði.
   • Tryggjum næg bílastæði, t.d. með uppbyggingu bílastæðahúss.
   • Göngum frá vistvænni Glerárgötu í gegnum miðbæinn og byggjum hann upp í samræmi við deiliskipulag.

Fólk með fötlun

Akureyrarbær á að vinna eftir samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.

   • Eflum skammtíma- og skólavistun fyrir börn með fötlun og bjóðum upp á þjónustu á sumrin.
   • Byggjum íbúðir sem henta sérhæfðum þjónustuþörfum fatlaðs fólks.
   • Sköpum fjölbreytt atvinnutækifæri fyrir fólk með fatlanir og sjáum til þess að það fái viðeigandi stuðning við aðlögun.
   • Fylgjum eftir lögum um notendastýrða persónulega aðstoð.
   • Styðjum við stofnun Norðurlandsdeildar Átaks – félags fólks með þroskahömlun.
   • Skipulag sveitarfélagsins á að gera fólki með fötlun kleift að eiga greiðan aðgang að þjónustu og almenningssvæðum.

Miðbærinn

Nauðsynlegt er að íbúar sveitarfélagsins geti nálgast upplýsingar með einföldum og aðgengilegum hætti. Bæta þarf almenna upplýsingagjöf til bæjarbúa og þróa rafræna þjónustu.

   • Eflum þjónustustig stofnana bæjarfélagsins.
   • Bætum til muna rafræna þjónustu við íbúa.
   • Bjóðum upp á eitt þjónustuborð fyrir alla íbúa bæjarins óháð innan hvers sviðs þjónustan er.
   • Íbúar eiga að geta nálgast allar nauðsynlegar upplýsingar og umsóknir um þjónustu á einum stað.
   • Leggjum áherslu á fjölbreytt og aðgengilegt rafrænt kynningarefni.

Ábyrg fjármál, stjórnun og rekstur

Jafnvægi hefur náðst í rekstri bæjarins á yfirstandandi kjörtímabili og mikilvægt er að halda áfram með ábyrga fjármálastjórnun. Ákvarðanir skulu teknar með jöfnuð og réttlæti að leiðarljósi.

   • Berjumst fyrir réttlátum þjónustusamningum við ríkið.
   • Tryggjum að framboð og úthlutun lóða sé í samræmi við þarfir íbúa og atvinnulífs.
   • Vinnum út frá kynjaðri fjárhagsáætlunargerð að réttlátri dreifingu fjármuna.
   • Vinnum áfram að lækkun skulda sem hlutfall af tekjum.
   • Tryggjum hverfisnefndum og -ráðum fjármuni til framkvæmda og fegrunar.
   • Vinnum áfram með verkefnið Brotthættar byggðir með Hrísey og Grímsey.
   • Nýtum auknar tekjur sveitafélagsins til eflingar á grunnþjónustunni.
  • Hvetjum til sameiningar sveitarfélaga á Eyjafjarðarsvæðinu.
   • Vinnum að sameiningu stoðstofnana, svo sem Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar og Eyþings.