hreingerning

Ályktanir aðalfundar Samfylkingarinnar á Akureyri

Aðalfundur Samfylkingarfélagsins á Akureyri haldinn 4.mars 2010 undrast hversu hægt hefur miðað að greiða úr skuldavanda  heimilanna og fyrirtækjanna í landinu og kallar eftir því að ríkisstjórnin beiti sér fyrir því að fjármálafyrirtækjum séu settar lögfestar reglur sem tryggja gagnsæi og jafnræði milli aðila varðandi endurskipulagningu skulda. Fundurinn telur að miklu skipulegar þurfi að standa að hreingerningu og  að slíkt sé alger forsenda þess að fyrirtækin geti komist á heilbrigðan rekstrargrundvöll að nýju og skapi verðmæti og vinnu. Fundurinn fordæmir sérstaklega allar tilraunir bankanna til að endurreisa fallna stórleikara græðgishagkerfisins – í skjóli ríkisstjórnar jafnaðarmanna. [Read More]